Kim Kardashian er nú formlega skilin við söngvarann og rapparann Kanye West en það hefur dómari í Los Angeles nú staðfest. Á vef Page Six segir að eftir úrskurð dómstólsins þá muni hún einnig láta skilið við eftir nafn West og vera aðeins Kim Kardashian.

Kim ávarpaði dómstólinn í gegnum tölvu og sagðist í viðtalinu vera ánægð þrátt fyrir að þau væru að ræða erfiða hluti. Dómarinn spurði hana nokkurra spurninga og þar á meðal hvort hún ætlaði að halda nafninu hans West sem hún svaraði neitandi.

Aðspurð hvort það hefðu verið brestir í hjónabandinu sagði hún já.

Lögmaður West, Samantha Spector, segir West ekki hafa neinar athugasemdir við það að hún ætli ekki að losa sig við nafnið en að hann hafi meiri áhyggjur af eignum sínum.