Raun­veru­leika­stjarnan Khloé Kar­dashian virðist vilja ræða við fyrir­sætuna S­yd­n­ey Chase, sem greindi ný­lega frá því að hún hefði átt í ástar­sam­bandi með Tristan Thomp­son, kærasta Khloé.

Chase deildi skjá­skoti af skila­boðum á sam­fé­lags­miðlum sem sögð eru vera frá raun­veru­leika­stjörnunni. „Hæ S­yd­n­ey, þetta er Khloé..“ er upp­haf skila­boðanna en meiri­hluti textans hefur verið falinn.

Í öðrum skila­boðum á Khloé að hafa skrifað, „Ég kynni að meta ef sam­tal okkar gæti verið trúnaðar­mál.“ Full­trúi stjörnunnar neitaði að tjá sig um málið í sam­tali við Pa­geSix.

Hélt að hann væri á lausu

Chase hélt því fyrst fram í hlað­varps­þættinum No Jumper að hún hafi átt í sam­vistum við Tristan í janúar á þessu ári. Eftir að málið rataði í fjöl­miðla birti hún önnur skila­boð.

„Orð­rómarnir um mig og Tristan eru sannir.. síðasta skiptið sem við töluðum saman, fyrir utan þegar hann sendi mér skila­boð eftir hlað­varpið, var daginn eftir að af­mælis­veislu dóttur hans,“ sagði Chase. Um­rædd dóttir, True Thomp­son, varð þriggja ára þann 12. apríl síðast­liðinn.

„Hann sagði mér að hann væri ekki lengur í sam­bandi svo ég sagði allt í lagi,“ sagði S­yd­n­ey um sam­bandið í hlað­varps­þættinum. „Við töluðum saman, héngum oft saman, fórum út og allt saman.“ Þá lýsti fyrir­sætan því yfir að hún hafi notið þess að stunda kyn­líf með körfu­bolta­kappanum.