At­hafna­konan Khloé Kar­dashian tjáði sig um fram­hjá­hald körfu­bolta­mannsins Tristan Thomp­son í nýjasta þættinum af Keeping Up With The Kar­dashians sem sýndur var vestan­hafs í gær­kvöldi. Þar sagði hún meðal annars að hann hefði hótað sjálfs­vígi í texta­skila­boðum til hennar eftir að upp komst um fram­hjá­haldið.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur körfu­bolta­maðurinn tvisvar sinnum verið Khloé ó­trúr en það vakti gífur­lega at­hygli í mars síðast­liðnum þegar upp komst að Thomp­son hefði átt í nánum kynnum við Jor­dyn Woods, bestu vin­konu litlu systur hennar, Kyli­e Jenner.

„Hann var bara eitt­hvað, „Ég get ekki hætt að hugsa um þig og vand­ræðin sem ég hef skapað,“ sagði at­hafna­konan í nýjasta þættinum. „Hann gerir þetta til að fá við­brögð frá mér. Þannig maður ætti bara að mega segja, „ég ætla að drepa mig“ hve­nær sem er? Þetta er klikkað“

Sagði Khloé þá frá því að hún hafi beðið vini Thomp­son um að at­huga með leik­manninn til að sjá hvort ekki væri í lagi með hann. Í um­fjöllun vef­miðilsins Peop­le kemur fram að Thomp­son hefur enn sem komið er ekki tjáð sig um um­mæli sinnar fyrr­verandi.

„Mér finnst bara eins og öllu hafi verið snúið á haus hjá öllum. Jor­dyn hugsaði ekkert um mig, hún hugsaði ekkert um Kyli­e....hún hugsaði ekki um dóttur mína. Hún hugsaði ekki um Tristan. Og hún hugsaði ekki um sjálfa sig,“ sagði Khloé jafn­framt í þættinum.

„Þetta er þeim báðum að kenna. Ég er ekki bara að kenna Jor­dyn um þetta. Tristan, við höfum öll alltaf vitað hvað hann er fær um. Sjáðu hvað hann gerði þegar ég var komin níu mánuði á leið. Ég vissi hver hann var. Ég hélt hins­vegar aldrei að þetta væri á hennar færi að gera.“