Raun­veru­leika­stjarnan Khloé Kar­dashian tjáði sig um mynd sem hafði ó­vart verið birt af henni á sam­fé­lags­miðlum. Um er að ræða mynd af Khloé í­klæddri bikiní en ó­líkt öðrum á­líka myndum hefur ekkert verið átt við myndina.

Réttur til að fjarlægja myndir

Teymi Kar­dashian systurinnar reyndi án árangurs að láta fjar­lægja myndina af sam­fé­lags­miðlum sem varð til þess að myndin fór í meiri dreifingu en áður. Khloé greindi þó frá því í dag að myndin væri ekki slæm heldur vildi hún einungis fá að stjórna hvaða myndir af henni færu í dreifingu.

„Þegar ein­hver tekur mynd af þér sem sýnir þig ekki í þínu besta ljósi og nær ekki sýna líkama þinn frá besta sjónar­horninu, og maður hefur unnið hart að því að komast á á­kveðinn stað, og ein­hver deilir þannig mynd af þér, þá áttu rétt á því að biðja um að slíkri mynd sé ekki deilt, sama hver þú ert,“ skrifar Khloé á Insta­gram í dag.

Með færslunni birti hún mynd­band af sér á nær­buxunum sem hefur ekki verið átt við þar sem hún hoppar fyrir framan spegilinn. „Hér er ég og líkami minn án filters eða photos­hop.“

Ó­mögu­legir fegurðar­staðlar

Khloé í­trekar að ó­mögu­legt sé að fylgja fegurðar­stöðlum sam­fé­lagsins og að síðustu ára­tugi hafi út­lit hennar verið undir stöðugu eftir­liti al­mennings. „Maður venst því aldrei að vera gagn­rýndur og brotin niður og að heyra hversu ó­að­laðandi maður sé. Ef maður heyrir eitt­hvað nógu oft fer maður að trúa því,“ viður­kennir stjarnan.

„Í sann­leika sagt hefur pressa, gagn­rýni og dóm­harka fylgt mér allt lífið,“ segir Khloé sem segir sam­fé­lagið krefjast þess að hún sé full­komin. „Til allra þeirra sem finna fyrir stöðugum þrýstingi til að vera full­komnir vil ég segja, ég sé ykkur og ég skil.“