Khloe Kar­dashian er ein þeirra hundruð þúsunda Banda­ríkja­manna sem smitaðist af kórónu­veirunni. Hennar smit greindist fyrr á árinu, en frá þessu verður greint í nýjasta þættinum af Keeping Up With The Kar­dashians.

„Við bíðum í of­væni eftir því að vita niður­stöðuna hjá Khloe, hvort hún sé með þetta eða ekki,“ segir Kim meðal annars í þættinum. Þá segist móðir þeirra, Kris Jenner gera allt sem hún getur til þess að heyra í læknum vegna málsins.

„Ég er bara að reyna að finna ein­hvern sem getur hjálpað henni,“ segir Kris. Því næst segir Khloe í mynda­vélina að hún hafi svo sannar­lega greinst með kórónu­vírusinn.

„Ég var að komast að því að ég er með kórónu­veiruna,“ segir hún. „Ég hef verið í her­berginu mínu. Þetta verður í góðu lagi, en ég var virki­lega slæm í nokkra daga.“

Hún segist hafa kastað reglu­lega upp, skolfið og fengið hita-og kulda­köst. Þá hafi hún auk þess fengið afar slæma höfuð­verki.

„Ég er með mí­greni en þessir höfuð­verkir voru rosa­legir. Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið mí­grenið. Svo svíður mig í bringuna vegna hósta,“ segir hún. Hún hvetur alla til að fara með gát og hlýða heil­brigðis­yfir­völdum. „Þessi skítur er raun­veru­legur. Megi guð blessa okkur öll.“