Blair Whitten hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að keyra niður gesti í jarðaför fyrrverandi kærasta hennar, Colin MacDonald.

Atvikið átti sér stað síðastlisiðinn laugardag í bænum Fargo í Norður-Dakóta, sem er einna þekktastur fyrir að vera sögusvið mynd Coen bræðra, Fargo. Jarðaförin fór fram í kirkjugarðinum Riverside. Aðstandendur Blair höfðu beðið hana vinsamlegast að mæta ekki í jarðaförina.

Vitni segjast hafa séð Blair gera tilraun til að keyra niður gesti jarðafararinnar. Faðir Colins hafði beðið Blair um að yfirgefa svæðið þegar hún gerði tilraun til að mæta jarðaförina, þrátt fyrir að hafa verið, líkt og áður kom fram, verið beðin um að mæta alls ekki.

Eftir samræðurnar við föður Colins, reyndi hún að keyra hann niður. Aðstandendur Colins, sem var einungis 24 ára þegar hann lést, segja hegðun Blair ekki hafa komið neinum að óvart.

Blair var handtekin á staðnum. Hún hefur lýst yfir sakleysi sinu, en málið verður tekið fyrir seinni hluta júlí.

Colin lést óvænt eftir að hafa farið í læknisaðgerð sem misheppnaðist, að sögn fjölmiðla vestanhafs.

Hér fyrir neðan má sjá fjölskyldu Colins tjá sig um atvikið.