Einka­eyja að nafninu Hesta­ey seldist ný­lega á fimm milljónir punda eða um 890 milljónir ís­lenskra króna. Eyjan er ekki af verri endanum og státar þremur ströndum, sjö húsum og náttúru­lífi af bestu sort.

Þetta hefur greini­lega heillað kaupanda eyjunnar þar sem hann keypti eyjuna án þess að hafa nokkurn tíman séð hana með eigin augum. Ó­nefndi kaupandinn, sem er Evrópu­búi, sá eyjuna á mynd­bandi áður en hann á­kvað að ganga frá kaup­samningnum.

Samningar um kaupin fóru að mestu leyti í gegnum smá­forritið What­sApp. Að þeim loknum bættist kaupandinn í sí­stækkandi hóp ríkra ein­stak­linga sem hafa fjár­fest í einka­eyju í Co­vid-19 far­aldrinum.

Eyjan á sér langa og áhugaverða sögu.
Mynd/Montague real estate

Eyja með merka sögu

Hesta­ey er 157 hektara land sem býður upp grænt lands­lag og 360 gráðu út­sýni yfir At­lants­hafið. Á 19. öld var eyjan eitt sinn heimili lítillar kopar­fram­leiðslu og eru kopar­námur stað­settar víðs vegar um eyjuna.

Í­búa­fjöldi eyjunnar náði há­marki árið 1841 þegar 137 manns höfðu þar bú­setu en áður en árið 1960 gekk í garð höfðu allir í­búar yfir­gefið eyna sam­kvæmt Monta­gu­e fast­eigna­sölunni.

Engin skortur á afþreyingu

Í dag er þar að finna einka­bryggju fyrir ferjur og báta, þyrlu­lendingar­svæði, veiði­hús, líkams­rækt, tennis­völl og „skips­flaks skemmti­hús.“

Eyjan er nokkuð sjálf­bær og hefur meðal annars sitt eigið raf­magn, vatn, skólp­kerfi og vegi sem liggja um eyjuna. Aðal­byggingin er rúm­lega 400 fer­metra sex her­bergja hús sem er í ná­grenni við minni gesta­hús.

Þrjár strendur eru á einni.
Mynd/Montague real estate
Aðalbyggingin er rúmlega 400 fermetrar.
Mynd/Montague real estate
Það er eflaust notalegt að slappa af á pallinum.
Mynd/Montague real estate
Í stofunni er fínasta útsýni yfir Atlantshafið.
Mynd/Montague real estate