Sjón­varps­þátturinn Matur og heimili er að vanda á dag­skrá Hring­brautar í kvöld. Sjöfn Þórðar heim­sækir þá Lárus Sigurð Lárus­son og Sæ­var Þór Jóns­son lög­fræðinga, á heimilið þeirra og sonarins, sem er ein­stak­lega fal­legt og hlý­leikinn í for­grunni.

Húsið er stað­sett í Laugar­nes­hverfi á fal­legum og grónum stað þar sem veður­sæld ríkir. Húsið er æsku­heimili Sæ­vars og hefur þeim tekist vel til við að við­halda því og endur­gera rýmin þar sem þeir hafa lagt sig fram að halda í sér­kenni hússins sem Sæ­var er alinn upp í. En um leið sett sitt mark á eigið heimili enda virðu­legt og fal­legt hús.

Hringbraut/Skjáskot
Hringbraut/Skjáskot

Gamalt í bland við nýtt

Það má með sanni segja að per­sónu­leiki þeirra skíni í gegn á heimili þeirra og gömlu hlutirnir í bland við þá nýju gefi heimilinu þann anda sem þar ríkir. Húsið er á þremur hæðum og hver hæð hefur sinn sjarma. Þegar Sjöfn spyr þá hvernig þeir myndu lýsa heimilis­stílnum sínum segja þeir að hann vera hlýjan, klassískan með blönduðu í­vafi.

Fréttablaðið/Anton Brink

Þeir eru búnir að gera upp húsið að innan og fengu meðal annars Haf­steinn Júlíus­son og Karitas Sveins­dóttur hjá HAF STU­DIO til að hanna eld­húsið á jarð­hæðinni eftir sínum óskum með frá­bærri út­komu þar sem gamli og nýi tíminn mætast á fal­legan hátt.

„Hjarta heimilisins slær hér í eld­húsinu og stofunni á mið­hæðinni,“ segir Sæ­var og er mjög á­nægður með hversu vel tókst til með eld­húsið og geta opnað út og gengið út garð beint úr eld­húsinu.

Á heimili þeirra er að finna mikið bókum, geisla­diskum með tón­list og mynd­list á veggjum. „Það eru bækurnar, mynd­listin og tón­listin sem er okkur afar kær og litar heimilið okkar,“ segir Sæ­var. Lárus tekur undir sama streng segir fátt jafnast við á við að hlusta á fal­lega tón­list, það sé hans hug­leiðsla enda lærður óperu­söngvari.

Fréttablaðið/Anton Brink

Fal­leg og ein­læg heim­sókn til þeirra Sæ­vars og Lárusar í þættinum Matur og heimili á Hring­braut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.