Kevin Hart varð fjögurra barna faðir á dögunum þegar að dóttir hans, Kaori Mai kom í heiminn þann 29. september. Kaori er annað barn hans og eiginkonu hans, Eniko. Saman eiga þau Kenzo Kash sem er tveggja og hálfs árs en Hart átti fyrir þau Hendrix, 12 ára og Heaven, 15 ára.

Hart birti fyrstu myndina af þriggja vikna dóttir sinni í gær og sagði að það eina sem hann gæti gert væri að brosa.

View this post on Instagram

All I can do is smile 🤦🏾‍♂️

A post shared by Kevin Hart (@kevinhart4real) on

Eniko tilkynnti um óléttuna í mars þegar hún póstaði svarthvítri mynd af óléttubumbunni. Hún sagði að í allri þeirri óværð sem nú væri í gangi væru þau þakklát fyrir þessa litlu blessun. „Bráðum verðum við sex manna fjölskylda."

Hjónaband þeirra hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Árið 2017 komst upp um fram­hjá­hald Harts en hann hélt fram hjá eig­in­konu sinni þegar hún var kom­in átta mánuði á leið með Kenzo. Eniko gafst þó ekki upp á honum og vildi reyna að laga hjónabandið í ljósi þess að þau áttu barn saman. Eni­ko gerði Hart grein fyr­ir því að hann bæri ábyrgð á gjörðum sín­um. Hart sagði jafn­framt að það hefði ekki verið auðvelt að kom­ast yfir fram­hjá­haldið. Sama ár sendi hann frá sér op­in­bera af­sök­un­ar­beiðni á sam­fé­lags­miðlum til eig­in­konu og barna.