Kettlingurinn Biscuits and Gravy, sem fæddist með tvö and­lit í síðustu viku, lést á laugar­daginn en hann hafði fangað hug og hjörtu net­verja á þeim þremur dögum sem hann lifði. Að því er kemur fram í frétt CNN um málið var Biscuits and Gravy einn af sex kettlingum sem komu úr goti á bænda­býli í Oregon.

Kettlingurinn fæddist með tvö nef, fjögur augu, og tvo munna og gat mjálmað, borðað og sogið með báðum munnum. Að sögn dýra­læknis fjöl­skyldunnar heilsaðist honum vel fyrstu dagana en fljót­lega kom í ljós að hann var ekki að vaxa eins og venju­legur kettlingur.

Kettir sem fæðast með tvö andlit eru kallaðir „Janus“ kettir og lifa vanalegast ekki lengi en einn slíkur, köttur að nafni Frank and Louie, lifði í fimmtán ár.
Mynd/Guinnes

Kettir sem fæðast með tvö and­lit eru ekki ó­þekktir en þeir eru kallaðir „Janus“ kettir og eru nefndir eftir róm­verska guðinum Janus sem er með tvö and­lit sem horfa í sitt­hvora áttina. Janus kettir lifa vana­legast ekki lengi en köttur að nafni Frank and Lou­i­e lifði í fimm­tán ár og komst meðal annars í Guin­nes heims­meta­bókina.

„Við þökkum ykkur öllum sem hafa verið svo góð, báðuð og óskuðu alls hins besta fyrir Biscuits and Gravy. Mörgum ykkar var ekki sama og vilduð fylgjast með árangri hans og sum ykkar sögðu mjög fal­lega hluti um okkur. Við munum aldrei gleyma vin­semd ykkar,“ sagði fjöl­skyldan á Face­book síðu þar sem net­verjar gátu fylgst með árangri kettlingsins.