Lífið

Kettlingur í sjálf­heldu á milli röra í þrjá daga

Eftir þrotlausa leit í þrjár nætur tókst sjálfboðaliðum frá félaginu Villiköttum að finna kettlinginn, en hann hafði dottið á milli stafla af rörum og var í sjálfheldu.

Á myndinni má sjá hvar kettlingurinn hafði komið sér. Á hinni myndinni má sjá læðuna, Snotru, en hún var ansi illa farin þegar hún fannst. Mynd/Villikettir

Í byrjun vikunnar var félaginu Villiköttum tilkynnt um læðu í Mosfellsbæ sem hafði komið með kettling inn til konu. Konan elti á endanum læðuna inn í bílskýli og sá að hún fór inn um pínulítið gat í nýbyggingu en komst ekki að henni því svæðið var læst. Sjálfboðaliðar frá Villiköttum fengu síðar aðgang að svæðinu og náðu þar læðunni, en ekki öðrum kettling sem var það með henni. Eftir þrotlausa leit í þrjár nætur tókst þeim þó loks að finna kettlinginn, en hann hafði dottið á milli stafla af rörum og var í sjálfheldu.

„Þetta byrjaði þannig að til okkar hringdi kona sem tilkynnti okkur að læðan hefði komið til hennar með einn kettling. Þessi kona eltir svo læðuna inn í bílskýlið og lét okkur vita af henni þar. Við náðum henni þar stuttu seinna. Síðan þá höfum við verið með mannskap stanslaust að reyna að ná kettlingnum með búr og mat í bílskýlinu,“ segir Áslaug Eyfjörð, sem situr í stjórn Villikatta í samtali við Fréttablaðið í dag.

Áslaug segir að læðan, sem heitir Snotra, hafi verið illa farin þegar hún fannst og sett um leið á sýklalyf. Hún er örmerkt og þegar grennslast var fyrir um hana betur komust þau að því hjá eigenda hennar að hún hafði verið týnt í nærri heilt ár.  „Hún hitti eiganda sinn einu sinni á þessu ári, en fór svo eiginlega um leið aftur út. Það var algert lán að hún var örmerkt, annars hefði hún aldrei ratað heim til sín.  Eigandinn var að sjálfsögðu mjög glaður að fá hana heim,“ segir Áslaug.

Áslaug segir að hún sé mjög þakklát verktakafyrirtækinu sem hefur umsjón með svæðinu sem lánaði þeim lykla svo þau gætu leitað á nóttunni. „Það er svo erfitt að leita þegar það er mikið af fólki. Þannig þeir lánuðu okkur lykla svo við gætum leitað um nóttina. Sjálfboðaliðarnir hafa verið að í tvo eða þrjá daga við leit. Þetta er búið að vera mikið verk og erfitt og svo mikill léttir að finna hann,“ segir Áslaug að lokum.

Á heimasíðu félagsins segir að villikettir séu komnir til að vera á Íslandi og að þeim hafi hingað til lítið verið sinnt. Markmið félagsins er að stuðla að því að þeim sé komið til hjálpar með skipulögðum aðgerðum og vegur þar þyngst að ná dýrunum, gelda þau og framkvæma ófrjósemisaðgerðir. Meira er hægt að lesa sér til um félagiðá heimasíðu þeirra.

Hér að neðan er hægt að sjá færslu Villikatta um leitina og loks fundinn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Lífið

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Auglýsing

Nýjast

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Pottaplöntuæði runnið á landsmenn

Auglýsing