Sprenghlægilegt og krúttlegt myndband af gæludýraeigendum að stríða gæludýrum sínum með katta „filter“ hefur slegið í gegn um allan heim.

Víetnamskur maður að nafni Lê Quang Sĩ birti samansafn af myndböndum frá smáforritinu Tik Tok, sem heitir Douyin í Kína, á Facebook síðu sinni. Þar sýna gæludýraeigendur viðbrögð hunda sinna og katta af ákveðnum „filter“ sem breytir andliti notandans í kattarandlit.

Myndbandið hefur vakið mikla lukku og farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Kettirnir virðast ruglast mikið í ríminu við að sjá annað kisuandlit á skjánum og virðast skilja hvorki upp né niður. Sumar kisur líta fram og til baka af andliti eiganda síns og á skjáinn. Aðrir kettir verða skíthræddir og hlaupa burt.

Tik Tok er kínverskt smáforrit þar sem notendur geta búið til nokkurra sekúndna tónlistar- og grínmyndbönd.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.