Flestir kattaeigendur vita að loðnu vinir þeirra elska að troða sér ofan í kassa. Netið er fullt af myndum af köttum sem hafa troðið sér ofan í pappakassa. Ef af hverju ætli kettir elski kassa svona mikið?

Ástæðurnar geta verið margvíslegar en í grunninn sjá kettir kassa sem öruggan og þægilegan stað til að hvílast á.

Hvernig kettir sjá kassa

Kettir eru forvitnir að eðlisfari. Þegar eitthvað nýtt birtist í umhverfi þeirra rannsaka þeir það, til að fullvissa sig um að aðskotahluturinn sé öruggur og skera úr um hvort um er að ræða mat eða leikfang.

Þar sem kettir eru villidýr og kassar eru afmarkað lokað rými, þá sjá kettir kassa sem fullkominn stað til að liggja í felum og bíða eftir að stökkva á bráð. En kettir í náttúrunni eru líka bráð stærri dýra og kassar eru líka fullkominn felustaður fyrir ketti til að forðast þau. En þrátt fyrir að kettir elski kassa þá elska þeir ekki búrin sín. Kattaeigendur velta ef til vill fyrir sér hvernig stendur á þessu. En kettir eru minnugir. Þeir vita að þegar þeir fara í búrið þá eru þeir að fara á leiðinlega staði eins og til læknis. Þess vegna flýja þeir í kassann sinn til að forðast búrið.