María Krista segist sjálf vera Íslandsmeistari í megrun en hafa fundið sína hillu þegar hún kynntist ketó - og lágkolvetnamataræðinu. „Ég elska að elda og baka og fyrir mér er það áskorun að útbúa ljúffengan mat og kökur án glúteins, sykurs og gers. Það er ekkert verra ef fólkinu mínu líkar við matseldina, því þá er sigrinum náð. Best er þegar enginn áttar sig á fjarveru sykurs og glúteins í matnum þeirra.“ María Krista deilir reglulega uppskriftum á vefsíðu sinni www.mariakrista.com og á instagram undir notendanafninu kristaketo.

María Krista segist hafa verið Íslandsmeistari í megrun þar til hún kynntist ketó - og lágkolvetnamataræðinu.

Keto Kúrbítspasta Carbonara

1-2 kúrbítar

4 eggjarauður

200 ml rjómi

4 msk rifinn parmesan

1 beikonbréf eða forsteiktir beikonkubbar

2 tsk svartur pipar

Spagettí yddararnir fást víða, til dæmis í Byggt og búið, Fjarðarkaup og Dúka.

Steikið beikonið og setjið til hliðar.

Rífið niður kúrbútinn með spaghettiyddara eða öðru rifjárni. Saltið og látið bíða í skál í 15 mín.

Blandið saman eggjarauðum og rjóma í skál ásamt parmesan osti og svörtum pipar.

Til að setja saman réttinn þá er beikonið sett aftur á pönnuna og hitað upp, hellið rjómablöndunni yfir og hrærið kröftuglega.

Skolið af kúrbítnum og kreistið mesta vökvann úr, bætið kúrbítnum á pönnuna og látið hitna í gegn.

Það þarf ekki að elda þennan rétt mjög lengi, bara rétt að ná upp hita í sósuna.