Hönnunar­mars fer af stað á mið­viku­dag, þó að komið sé fram í maí. Meðal sýninga á há­tíðinni er af­rakstur hönnunar­sam­keppni á vegum FÍT, þar sem keppt er um tákn fyrir ís­lensku krónuna. Þess má til gamans geta að nýjustu gjald­miðla­merki sem sam­þykkt hafa verið eru merki bitcoin raf­myntarinnar og gjald­miðils Kirgistan, som, árið 2017.

Stærsta land í heimi

„Verk­efnið byrjaði fyrir tveimur árum síðan, sem hug­mynd að skemmti­legu verk­efni fyrir fé­lags­menn FÍT,“ segir Gísli Arnar­son, for­maður fé­lagsins. „Það er alltaf talað um að þeir sem eigi gjald­miðla­tákn séu þessar stóru þjóðir heimsins, og við, sem stórasta land í heiminum með okkar stóra egó, höfum ekki átt þetta tákn. Sem er svo­lítið skrýtið,“ segir Gísli sposkur.

Hann bætir við að ekki vanti þjóðina getuna eða hönnuði í verkið. „Þetta er skemmti­legt verk­efni og ekkert því til fyrir­stöðu að eiga svona merki fyrir ís­lensku þjóðina,“ segir hann.

Sam­starf með Seðla­bankanum

Að sögn Gísla ritaði stjórn FÍT hug­myndina upp og fór næst á fund með Seðla­bankanum, sem sam­þykkti að styrkja verk­efnið. „Enda gefur hann út ís­lensku krónuna,“ segir hann.

„Við á­kváðum að hafa þetta fyrir fé­lags­menn, til að styrkja fé­lagið. Það eru um 200 með­limir en það ættu að geta verið 400 manns, ef allt gengur upp og við höldum okkar stefnu,“ segir Gísli.

Þó tekur hann skýrt fram að sigur í sam­keppninni þýði ekki að merkið verði sjálf­krafa merki ís­lensku krónunnar. „Það er Seðla­bankinn sem gefur út krónuna og það þyrfti laga­lega heimild til að breyta þessu,“ segir Gísli og bætir við að Al­þingi þyrfti vafa­laust að koma að slíkri breytingu.
„Við kynntum þetta þannig fyrir okkar fé­lags­mönnum að þetta væri kon­sept-keppni og hver hönnuður héldi sínum höfundar­rétti og eignar­rétti að merkinu.“

Fjöldi til­lagna kom á ó­vart

Sjö­tíu til­lögur voru sendar í keppnina. „Við áttum ekki von á svona mörgum inn­sendingum. Fjöldinn var framar björtustu vonum, en við bjuggumst kannski við tuttugu inn­sendingum,“ segir Gísli.

Dóm­nefnd lauk störfum á föstu­dag en þar voru þrír full­trúar frá FÍT og einn frá Seðla­bankanum.

Hér má sjá brot af innsendum tillögum.

„Yfir­lits­sýning á Hönnunar­Mars opnar á mið­viku­daginn og þar verðum við með 16 merki sem við ætlum að sýna, sem eru hand­valin af dóm­nefndinni.

Þetta eru ekki endi­lega sex­tán bestu merkin heldur er þetta flóra af merkjum sem vísa öll í ó­líkar hug­myndir,“ segir hann.

„Það var verið að passa að það væru fleiri hug­myndir að merkjum, frekar en að hafa alltaf það sama. Við vorum þannig ekki bara með fiska-ká.“

Rúnir og Dana-tenging

Spurður hvort rauður þráður hafi verið í inn­sendingum, svarar Gísli: „Það er mikið verið að sækja í þjóðar­arfinn og element sem vega þungt í ís­lensku þjóð­fé­lagi. Þar er fiskurinn í K-inu. Sumir fara í rúnirnar og aðrir leika sér með hvernig maður myndi skrifa KR hratt. Eða vísa í krónuna, sem er krúna og þar er verið að tengja okkur enn meira við Danina. Aðrir fara beint í gjald­miðla­tengingarnar.“

Að­spurður hvernig Seðla­bankinn hafi tekið í hug­myndina að form­legri upp­töku merkisins

„Fæst orð bera minnsta á­byrgð. En ég átti góð sam­töl við Seðla­bankann,“ segir hann. „En það er ekkert því til fyrir­stöðu að við höldum