On­lyFans-stjarnan og fyrr­verandi kennarinn Court­n­ey Til­li­a er orðin milljóna­mæringur í dollurum talið. Fjöldi kennara vestan­hafs hefur líst yfir stuðningi við vista­skipti hennar. Hún hefur fengið fjölda skila­boða frá kennurum, lang­þreyttum á lágum launum og erfiðum starfs­að­stæðum, sem telja árangur hennar af­rek. Sumir segjast ætla að hætta kennslu uns bætt verður úr þeim vanda­málum kennarar þurfa að glíma við.

Til­li­a segist sakna nem­enda sinna en ekki að kenna. Hún hafi ekki fengið greitt í sam­ræmi við vinnu­á­lag og undir ægi­valdi skóla­yfir­valda. Hún sé nú sinn eigin herra.

„Ég held að þetta verði mitt síðasta ár í kennslu,“ sagði einn kennari í skila­boðum til Til­li­a.
Mynd/Skjáskot
„Þú ert frá­bær!“ segir einn kennari við Til­li­a í einka­skila­boðum.
Mynd/Skjáskot