Kendall Jenner frum­sýndi ljósa lokka á tísku­pöllum breska fasta­merkisins Bur­berry á tísku­vikunni í London í gær. Ofur­fyrir­sætan er þekkt fyrir fjöl­breyttan hár­stíl en hefur aldrei áður sagt al­farið skilið við upp­runa­lega hára­lit sinn. Það breyttist í gær þar sem Kendall var nánast ó­þekkjan­leg eftir að hafa af­litað á sér hárið.

Allt fyrir tísku­sýningar

Það er mögu­legt að Kendall hafi breytt hári sínu fyrir tísku­sýningu Bur­berry. Að­eins eru nokkrir dagar síðan sást til hennar á tísku­viku í New York með sitt klassíska brúna hár.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrir­sætan gengur niður tísku­pall með ljósa lokka en árið 2016 var hún fengin til að vera með ljósa hár­kollu fyrir haust­tísku­sýningu Balmain. Aðdáendur Jenner eru flestir hæst ánægðir með breytinguna og hrósa Jenner óspart fyrir nýja hárið.

Það er nokkuð ljóst að flest fer fyrirsætunni vel.
Mynd/Wireless Image
View this post on Instagram

finale at @burberry a beautiful show @riccardotisci17 🖤

A post shared by Kendall (@kendalljenner) on