Lífið

Kendall Jenner aftur á lausu

Það er sjaldan lognmolla í lífi fína og fræga fólksins.

Svo virðist sem að allt sé búið á milli Kendall Jenner og körfuboltamannsins Blake Griffin.

Búið spil - samband raunveruleikastjörnunnar Kendall Jenner og körfuboltaleikmannsins Blake Griffin hefur fuðrað upp. En erlendir fréttamiðlar keppast við að greina frá meintum sambandsslitum þeirra. 

Parið hefur verið saman frá því í ágúst á síðasta ári en nú virðist anda köldu á milli þeirra að minnsta kosti segja sjónarvottar að þau hafi ekki ræðst við á Coachella tónlistarhátíðinni þar sem að þau eru bæði stödd.

Jenner sem er ein systranna úr Kardashian klaninu mætti einsömul á tónlistarhátíðina í fylgd þriggja lífvarða og gekk rakleiðis til vinkvenna sinna, fyrirsætanna og systranna Gigi og Bella Hadid, en þær héldu saman á hátíðinni. Stuttu síðar mætti kappinn og gekk fram hjá borði hennar, og á hún að hafa snúið sér til vinkvenna sinna og rætt við þær í lágum tón. Sjónarvottar segja að þau hafi ekki ræðst við á hátíðinni.

Tískan á Coachella vekur alltaf mikla athygli en Kendall mætti til leiks í hermannabuxum og í bikinítopp og vakti það mikla athygli. Fréttablaðið/Getty

Skammt er síðan að eldri systir Jenner, Khloé, var til umræðu í fjölmiðlum vegna meints framhjáhalds kærasta hennar, körfuboltamannsins Tristan. En parið eignaðist sitt fyrsta barn saman í síðustu viku.

Þær systur virðast hafa smekk fyrir körfuboltamönnum, en Khloé var áður gift Lamar Odom fyrrum leikmanni L.A. Lakers, en það samband endaði með ósköpum.

Nú er spurning hvort ekki hafi endanlega verið flautað til leiksloka hjá Kendall og Blake nema að parið sé í stuttu leikhléi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Kærastinn hélt framhjá óléttri Khloé

Lífið

Khloé eignaðist stúlku í morgun

Lífið

Khloé í vandræðum

Auglýsing

Nýjast

Partýbollur sem bregðast ekki

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Auglýsing