Breska ríkisútvarpið tilkynnti í morgun hvert lógó og slagorð keppninnar er í ár en hún er haldin í Liverpool. Slagorðið er á ensku United by Music sem mætti þýða sem Sameinuð í tónlist og lógó-ið má sjá hér að neðan en í því eru bæði fánalitir Bretlands og Úkraínu sem sigraði keppnina í fyrra.

Vegna stríðsátakanna verður ekki hægt að halda keppnina þar en Úkraínumenn koma mjög nálægt skipulagningu keppninnar og munu úkraínskir listamenn taka þátt.

Á vef BBC um keppnina í ár kemur fram að slagorðið hafi átt að endurspegla upprunalegan tilgang keppninnar sem var að sameina Evrópu.

Í kvöld verður í Liverpool athöfn þar sem borgarstjóri Túrín á Ítalíu, þar sem keppnin var haldin í fyrra, afhendir borgarstjóra Liverpool „lykilinn að Eurovision“. Þá verður einnig greint frá því á hvaða degi hvaða lönd keppa til undanúrslita en þau fara fram annars vegar 9. og 11. maí en þá er keppendum fækkað úr 31 í 20.

Eins og áður eiga Bretland, Spánn, Þýskaland og Frakkland fast sæti auk Úkraínu sem sigraði keppnina í fyrra.

Söngvakeppnin hafin

Um helgina kynnti RÚV þá tíu keppendur sem keppa í Söngvakeppninni um að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool. Hér að neðan má kynna sér alla keppendur en það verður ákveðið í mars hver þeirra fer út.