„Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið,“ segir Agnar Bragason forstöðumaður Batahúss.

Ásdís Olsen ræðir í þættinum Undir yfirborðið við Agnar um batameðferð fanga í stað hegningarvistar. Hann segir kraftaverk geta orðið með batameðferð þótt hugtakið kraftaverk sé undir hverjum komið, hvað í því felst.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.

Fram kemur í þættinum að allt að 92 prósent fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80 til 90 prósent þeirra eigi sér áfallasögu

Agnar ræðir þá hug­mynda­fræði sem bygg­ir á áfallamiðaðri nálg­un þar sem virðing og kær­leik­ur er leiðarljósið í sam­skipt­um við skjól­stæðingana.Um er að ræða fag­lega hand­leiðslu, bæði til að vinna með fíkn­ og svo til að vinna með áföll­in og önn­ur geðræn verk­efni.

Í rannsókn sem rædd er í þættinum kemur fram að um 40 prósent fanga höfðu neytt fíkni­efna dag­lega áður en þeir hófu afplán­un. Meira en þriðjung­ur svar­enda hafði neytt áfeng­is dag­lega í viku áður en í fang­elsið var komið. Meiri­hluti fanga hafði verið greind­ur með svo sem at­hygl­is­brest, of­virkni og les­blindu. Eins var and­leg líðan þeirra ekki góð þegar þeir komu í fang­elsið.

Ásdís Olsen ræðir við Agnar Bragason í þættinum Undir yfirborðið