Kelly Rowland á von á sinu öðru barni með eiginmanni sínum Tim Weatherspoon, fyrir eiga þau saman soninn Titan Jewell sem er fimm ára gamall. Kelly gerði garðinn frægan með stúlkna sveitinni Destiny's Child, en með henni í hljómsveitinni var stórstjarnan Beyoncé Knowles og Michelle Williams.

Hún tilkynnti gleðifréttirnar í nóvember tölublaði Women's Health þar sem hún prýðir forsíðuna.

Í viðtalinu segist hún hafa verið hikandi að segja frá óléttunni opinberlega í ljósi heimsfaraldurs og áframhaldandi kynþráttaumræðu í Bandaríkjunum. Hún segist þó hafa ákveðið að segja frá gleðifréttunum til að minna fólk á að lífið er mikilvægt og það að geta eignast barn 39 ára gömul án hjálpar væri stórkostlegt.

Hún og eiginmaður hennar höfðu talað um það í nokkurn tíma að eignast barn og þegar kórónuveirufaraldurinn skall á ákváðu þau að láta reyna á það.

„Ég varð ólétt strax", segir Rowland í viðtalinu.

Rowland ásamt syni sínum, Titan Jewell sem er yfir sig spenntur að verða stóri bróðir.