Noregur hefur valið sinn fulltrúa í Eurovisionkeppnina árið 2021 en sigurvegarinn var valinn í Melodi Grand Prix í kvöld.

Sigurvegari kepnninnar er TIX með lagið Fallen Angel en þar er á ferðinni vængjaður glaumgosi með væmið popplag sem mun eflaust falla í kramið hjá mörgum Eurovision aðdáendum.

Niðurstöður kvöldsins hafa þó komið Eurovision heiminum í opna skjöldu en því var spáð að hljómsveitin Keiino, sem hreppti annað sætið í keppninni árið 2019, myndi fara með sigur af hólmi. Keiino var í uppáhaldi margra sem kváðust kunna vel að meta Sami rappara hljómsveitarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá siguratriðið.