Söngkonan Katy Perry upplýsir um lélegan ávana unnustans, Orlando Bloom í breska spjallþættinum, Heart Breakfast with Jamie Theakston and Amanda Holden í gær.

„Bloom skilur notaðan tannþráð eftir víðs vegar um heimilið. Hann elskar að nota tannþráð, Guði sé lof, því sumir makar gera það ekki og það er ógeðslegt,“ sagði Perry.

Að sögn Perry finnur hún notaðan tannþráð á náttborðinu hans, í bílnum eða á eldhúsborðinu, þrátt fyrir að það séu ruslatunnur alls staðar.

Þegar spyrillinn, Holden leggur til að hún þurfi að kenna honum betri umgengni segist hún vera að gera sitt best.