Katy Perry og Or­lando Bloom opin­beruðu kyn væntan­legs erfingja síns á Insta­gram nú á dögunum en söng­konan birti afar krútt­lega mynd af kærastanum og leikaranum.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá opin­beraði parið ó­léttuna í byrjun síðasta mánaðar. Söng­konan fór nokkuð ó­hefð­bundar leiðir við að opin­bera þetta eins og frægt er orðið. „Ég hef lík­lega aldrei haldið leyndar­máli leyndu svona lengi,“ sagði Perry á Insta­gram síðu sinni. Hún út­skýrði að hún vildi láta að­dá­endur sína vita á besta mögu­lega máta.

Í nýjustu færslunni á Insta­gram síðu söng­konunnar má nú sjá glæsi­lega mynd af Or­lando en hann er þaktur bleiku köku­kremi. „Það er stúlka!“ skrifar söng­konan svo undir í þessari fal­legu færslu. Meðal þeirra sem skrifa um­mæli undir myndina eru Demi Lovato og Rita Ora. Segjast ekki geta beðið.

View this post on Instagram

💕 it’s a girl 💕

A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on