Lífið

Kátur skólameistari klæddist sem köttur

Góðgerðarviku Menntaskólans á Akureyri lauk á föstudaginn síðasta. Í tilefni þess að 800.000 söfnuðust til styrktar samtökunum Afli klæddi skólastjórinn sig sem köttur í dag skemmti nemendum og samstarfsfólki í samkomusal skólans.

Myndband af skólameistaranum má sjá hér að neðan. Eyrún Huld Haraldsdóttir

Múndering sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri klæddist í hádeginu í dag vakti mikla lukku. Jón Már Héðinsson skólameistari valsaði inn í Kvosina, samkomusal skólans, klæddur sem köttur við mikinn fögnuð nemenda og kennara. Tilefni athæfisins var það að 800.000 söfnuðust í góðgerðarviku skólans í síðustu viku en hluti af söfnuninni voru hin ýmsu áheit sem hægt var að heita á. Tveir nemendur hétu því til dæmis að vera í uppblásinni sundlaug í heilan dag og annar rakaði af sér hárið ef tilteknar upphæðir náðust. Jón Már hafði því lofað að klæðast kattarbúningnum ef 800.000 krónur söfnuðust. Því markmiði var svo náð um helgina.

Söfnunin í ár var til styrktar Aflinu sem eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi en það voru nemendur skólans sjálfir sem völdu samtökin. Ingvar Þóroddsson, inspector skólafélagsins segir samtökin ekki hafa verið valin af handahófi enda hefur kynferðisofbeldi mikið verið í umræðunni síðustu mánuði. 

Upphaflega ætlaði skólameistarinn að klæða sig upp sem uglu en uglan, ásamt kettinum er eitt af einkennismerkjum skólans. Þar sem uglubúningur fannst ekki varð kisinn fyrir valinu. „Það eru aldagamlar hefðir í MA sem enginn veit hvar byrjuðu. Þetta er ein af þeim,“ segir Invar Þóroddsson formaður skólafélagsins um þetta furðulega einkennismerki skólans. 

Myndband af atvikinu hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum og má sjá hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Matur

Partýbollur sem bregðast ekki

Auglýsing

Nýjast

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Auglýsing