Katrín Middleton og Vilhjálmur Bretaprins settu deilur sínar við hertogahjónin Harry og Meghan til hliðar í tilefni dagsins en Meghan á 41 árs afmæli í dag.
Hjónin hafa um árabil átt í nokkuð stirðu sambandi við Meghan og þá Harry vegna þessa. Vilhjálmur er meðal annars sagður hafa spurt Harry í upphafi sambands þeirra hvort hann væri raunverulega til í þetta og síðan var Meghan sögð hafa grætt Katrínu í aðdraganda brúðkaups síns 2018.
Sjálf sagði Meghan í viðtali hjá Opruh Winfrey í fyrra að það hefði reyndar verið öfugt; Katrín hefði grætt hana. Síðan hafa bresk götublöð keppst við að flytja fregnir af því að bræðurnir væru varla í talsambandi.
„Óskum hertogaynjunni af Sussex til hamingju með daginn!“ skrifa hjónin á opinbera samfélagsmiðla sína. Þá birtu Karl og Kamilla jafnframt hamingjuóskir á sínum samfélagsmiðlum en bresk götublöð hafa keppst við að flytja fréttir af ósætti milli feðganna.
Harry er sagður hafa neitað Karli um upplýsingar um hvað verði sagt í nýrri ævisögu prinsins sem væntanleg er í verslanir síðar á árinu. Þá var því lýst í annarri bók hvernig Kamilla hefði grínast með háralit dóttur þeirra Lilibet á rasískan hátt.
Wishing a happy birthday to The Duchess of Sussex! pic.twitter.com/HrYdCbe6N1
— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) August 4, 2022