Katrín Lea Elenudóttir sigraði í Miss Universe Iceland fegurðarsamkeppnina sem fór fram í Hljómahöllinni í gærkvöldi. Katrín Lea er 19 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. Í færslu á Facebook-síðu keppninnar þar sem þátttakendur voru kynntar segir að móðir hennar sé hennar helsta fyrirmynd. 

Katrín talar þrjú tungumál og telur að tungumálaþekking geti opnað margar dyr. Hún er sjálfboðaliði í grunnskóla þar sem hún aðstoða börn innflytjenda við heimavinnu og aðrar áskoranir. Hún ætlar að nýta sér sigurinn til að hvetja ungt fólk til að setja sér markmið og ná þeim

Í öðru sæti í Miss Universe Iceland var Móeiður Svala Magnúsdóttir og Sunneva Sif Jónsdóttir í því þriðja. 

Katrín Lea mun næst taka þátt fyrir hönd Íslands í Miss Universe keppninni sem fer fram í Bangkok í Taílandi þann 17. desember á þessu ári.