Fegurðardrottningin Katrín Lea Elenudóttir, sem sigraði í Miss Universe Iceland samkeppninni í fyrra og Ágúst Arnar Ágústsson, stofnandi Zuistafélagsins og einn af Kickstarter bræðrunum svokölluðu, eru byrjuð í sambandi.

Ágúst Arnar birti mynd á Instagram í gær þar sem þau sjást deila kossi í samkvæmi. Þemað fyrir veisluna var Peaky Blinders en Ágúst Arnar var klæddur eins og Thomas Shelby, höfuðpaurinn í þáttunum sem írski leikarinn Cillian Murphy leikur.

Katrín Lea Elenu­dóttir keppti fyrir hönd Íslands í Miss Uni­ver­se sem fór fram í Bang­kok í Taí­landi í fyrra. Hún sagðist ætla að nýta sér sigurinn til að hvetja ungt fólk til að setja sér markmið og ná þeim en hún hefur sinnt sjálfboðaliðastarfi í grunnskóla þar sem hún aðstoðar börn innflytjenda við heimavinnu og aðrar áskoranir.

Skjáskot af Instagram Story.

Ágúst Arnar vakti mikla athygli þegar hann stofnuði trúfélagið Zuism ásamt bróður sínum Einari. Ágúst Arnar er nú forstöðumaður félagsins sem hefur fengið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda úr ríkissjóði.

Ágúst og bróðir hans hafa stundum verið kallaðir Kickstarter bræðurnir, en þeir auglýstu verkefni á Kickstarter til að auðvelda almenningi að notast við endurnýjanlega orku. Þeir söfnuðu um 150 þúsund Bandaríkjadölum, eða tæpum nítján milljónum króna. Vísir fjallaði ítarlega um málið í fyrra en bræðirnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara vegna mögulegra gjaldeyrisbrota og var Einar sakfelldur fyrir fjársvik.