Katrín Lea Elenu­dóttir keppir í kvöld í Miss Uni­ver­se sem fer fram í Bang­kok í Taí­landi. 

Katrín Lea er 19 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. Katrín talar þrjú tungumál og telur að tungumálaþekking geti opnað margar dyr. Hún er sjálfboðaliði í grunnskóla þar sem hún aðstoða börn innflytjenda við heimavinnu og aðrar áskoranir. Hún ætlar að nýta sér sigurinn til að hvetja ungt fólk til að setja sér markmið og ná þeim.

Sjá einnig: Katrín Lea sigraði í Miss Universe Iceland

Síðasta fimmtu­dag fór fram undan­keppni þar sem allir 94 kepp­endur sýndu í bæði sund­fötum og síð­kjólum. Úr­slit úr því og við­tal við kepp­endur mun hafa á­hrif á það hverjar þeirra fara á­fram í keppninni í kvöld.

Steve Harvey kynnir keppninnar

Kynnir keppninnar er bandaríski grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Ste­ve Harvey. Honum innan handar verður frum­kvöðullinn og að­gerða­sinninn Ashley Graham.

Keppnin í kvöld hefst á miðnætti að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu.

Hér að neðan er hægt geta þau, sem mjög spennt, eru hitað upp fyrir keppnina í kvöld með því að horfa á útsendinguna frá því á fimmtudaginn.