Heiða Björk Sturludóttir hefur stúderað svokallaðar ayurvedískar líkamsgerðir, eða dosjurnar þrjár Vata, Pita og Kaffa. Hún er gestur í nýjasta þætti af Undir yfirborðinu á Hringbraut í kvöld og ræðir þar um indverska hugmyndafræði.

Líkamsgerðirnar eru sjö talsins samkvæmt þessari hugmyndafræði; Vata, Pitta, Kaffa, VataPitta, VataKaffa, PittaKaffa og VataPittaKaffa. Samkvæmt Heiðu höfum við öll allar dosjurnar í okkur, en einhverjar eru ríkjandi og stýra okkar meðfæddu líkams- og hugagerð.

Gaman getur verið að spekúlera í hinum ýmsu dosjum í fólki á Íslandi en Heiða Björk nefnir nokkur dæmi.

Vata - Rými og loft

Fíngerð og létt orka. Undir eða yfir meðalhæð og grannvaxið fólk sem er líklegra en aðrir til að vera með athyglisbrest. Vindur og kuldi espa upp Vata eðlið í fólki.

„Katrín Jakobsdóttir er með mikla hreyfingu í líkamanum og er fljót að hugsa. Hún er kannski VataPitta.“

Þekkt Vata fólk:

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • Sigurjón Kjartansson tónlistarmaður og handritshöfundur
  • Audrey Hepburn leikari
Audrey Hepburn er dæmi um Vata manneskju.

Pitta - Eldur og vatn

Eldmóður, mikið keppnisskap og framkvæmdagleði. Framkvæmdastjórar, íþróttafólk og rauðhærðir eru líklegir til að vera Pitta.

„Sara Björk fótboltakona er gott dæmi. Sjáðu augun. Hún er einbeitt, með slétt hár og húðin ljómar. Sömuleiðis báðar Birturnar á RÚV. Augun, einbeitingin og ákafinn.“

Þekkt Pitta fólk:

  • Birta Björnsdóttir fjölmiðlakona
  • Sara Gunnarsdóttir knattspyrnukona
  • Nicole Kidman leikari
Nicole Kidman er í sama flokki og Sara Björk. Framsækinn kona með áköf augu.

Kaffa - Vatn og Jörð

Þyngsta líkamsgerðin. Mikil mýkt, styrkleiki og stórt hjarta. Leitar í ummönnunarstörf. Hlustar frekar en að tala.

„Vata er sífellt blaðrandi og Pittan þarf að koma sínu fram en Kaffan er til í að hlusta á aðra.“

Þekkt Kaffa fólk:

  • Oprah Winfrey fjölmiðlakona
  • Sveppi skemmtikraftur
  • Sigurður Ingi Jóhannsson ráherra
  • Arnold Schwarzenegger leikari og fyrrverandi fylkisstjóri Kalíforníu
Oprah Winfrey er algjör Kaffa. Hún er með mjúkar línur, er hlý og vill hlusta á viðmælendur sína.