Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra sendir Daða og Gagna­magninu bar­áttu­kveðjur fyrir úr­slita­kvöld Euro­vision í kvöld. Katrín skrifaði fal­lega kveðju til hópsins sem birtist á Face­book-síðu hennar í dag.

„Við tengjum öll við til­finninguna að missa af mikil­vægum hlutum vegna kórónu­veirunnar - en að missa af því að troða upp á stóra sviðinu í Euro­vision vegna veirunnar - og sýna um leið svo ó­trú­lega sam­heldni og á­byrgð - það er okkur öllum bæði inn­blástur og hvatning,“ sagði Katrín.

Hún bætti við að sam­heldnin hafi skilað okkur ó­trú­legum árangri undan­farin misseri. Um leið höfum við upp­lifað hve dýr­mætt æðru­leysið er gagn­vart svona at­burðum.

„Við erum öll með Daða og Gagna­magninu í liði í kvöld og styðjum þau alla leið. Á­fram Ís­land!“