Leik­konan Katrín Hall­dóra Sigurðar­dóttir er gengin í hnapp­helduna með trommara Sól­stafa, Hall­grími Jóni Hall­gríms­syni. At­höfnin fór fram í Frí­kirkjunni í Hafnar­firði í gær þar sem faðir Katrínar gaf hjóna­kornin saman á sól­ríkum degi.

Parið fór að slá sér saman í maí árið 2010 og fagnaði ára­tugi saman með brúð­kaups­veislu í gær. „Í maí fyrir 10 árum kynntumst við og í gær 10 árum síðar á fal­legum sól­ríkum degi giftum við okkur!“ segir Katrín Hall­dóra í færslu á Face­book síðu sinni.

Leyni­brúð­kaup með meiru

Hjónin á­kváðu að halda brúð­kaupinu leyndu um tíma og á­kváðu nánast með engum fyrir­vara að halda litla veislu. „Þar sem hvorugt okkar vildi stóra veislu þá héldum við upp á þetta með nánustu fjöl­skyldum okkar og ör­fáum vinum heima.“

Katrín viður­kenndi að það hafi verið mjög erfið að gefa ekkert upp um leyni­brúð­kaupið. Allt gekk þó eins og í sögu og hjónin eyddu fal­legum degi saman. „Full­kominn dagur í alla staði, lát­laust og skemmti­legt og nú erum við hjón.“

Stór­leik­konan segist mæla með skyndi­brúð­kaupum af þessu tagi. „Alveg sér­stak­lega þegar þú ert gengin 36 vikur, nú má Lilli bara koma.“ Frétta­blaðið óskar hjónunum inni­lega til hamingju með ástina.

Katrín Halldóra sló rækilega í gegn þegar hún heillaði þjóðina í söngleiknum Ellý.