Katrínu Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, er margt til lista lagt og hún sýndi fram á það á Insta­gram reikningnum sínum í ansi skemmti­legum mynd­böndum sem má sjá þar í dag en hún skellti sér út og gerðist leið­sögu­maður fyrir ferða­menn í ná­grenninu.

Á hinu svo­kallaða „story“ svæði sam­fé­lags­miðilsins má sjá mynd­bönd frá störfum Katrínar í stjórnar­ráðinu, þar sem meðal annars má sjá hana í mynda­töku en það var aug­ljós­lega ekki mikill vandi fyrir hana að fræða nær­liggjandi ferða­menn fyrir utan stjórnar­ráðið um störf sín og ís­lenska lýð­veldið.

„Er eitt­hvað sem þið mynduð vilja vita og fá að heyra frá ís­lenska for­sætis­ráð­herranum? Er eitt­hvað sem þú vilt vita, eða þú? Eða þú?“ sagði for­sætis­ráð­herra Ís­lands meðal annars við ferða­mennina eins og má sjá hér.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot