Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, fór loks í gær­kvöldi að gosinu með alla fjöl­skylduna sína. Katrín greindi frá því í Vikunni hjá Gísla Marteini fyrir helgi að hún hefði ekki enn farið þangað og sagði að hún þyrfti helst að fá leið­sögn þar sem hún villist alltaf þegar hún fer í göngu.

„Ekki leið á löngu þar til ég fékk til­boð sem ég gat ekki hafnað þar sem fé­lagi minn og jarð­fræðingurinn Stein­grímur J. Sig­fús­son hafði sam­band og sagðist vilja drífa mig að gosinu­Þannig að í gær­kvöldi fór ég með alla fjöl­skylduna í sam­floti með Stein­grími og hans fjöl­skyldu,“ segir Katrín í færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Hún segir að það hafi strax dregið tölu­vert í sundur þar sem hún hafi gengið hægt og ró­lega en að sam­ferða­fólk hennar hafi hlaupið. Það hafi þó ekkert gert til.

„…gosið er magnað, krafturinn og sjónar­spilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ó­trú­legt að búa í svona mögnuðu landi.“

Færsluna er hægt að sjá hér að neðan.

Upplýsti í Vikunni hjá Gísla Marteini að ég hefði enn ekki lagt leið mína að eldgosinu og þyrfti helst að fá leiðsögn...

Posted by Katrín Jakobsdóttir on Monday, 10 May 2021