Lífið

Katrín og fjöl­skylda eld­hress á póló­móti

Georg prins og Karlotta prinsessa fengu óskipta athygli móður sinnar á meðan pabbi þeirra keppti á góðgerðarmóti í póló í gær, sunnudag.

Hertogaynjan og eldri börnin hennar tvö nutu samverunnar í sumarblíðunni, á meðan þau fylgdust með Vilhjálmi prins keppa í póló. Fréttablaðið/Getty

Katrín Middelton, hertogaynjan af Cambridge, var eldhress þegar hún og eldri börnin fylgdust með Vilhjálmi Bretaprins keppa á pólómóti í gær. Sem kunnugt er áttu þau Vilhjálmur sitt þriðja barn í apríl síðastliðnum. 

Hertogaynjan var afslöppuð þegar hún lék sér við Karlottu og Georg sem virtust skemmta sér vel á meðan pabbi þeirra var að keppa. Katrín klæddist léttum sumarkjól úr Zöru en það er ein af hennar uppáhalds verslunum, og það var ekki að sjá að hún væri nýstigin af sænginni. 

Yngsta barn þeirra, prins Louis, var fjarri góðu gamni en hann er rétt rúmlega eins mánaðar gamall, systkini hans nutu góðs af og fengu óskipta athygli móður sinnar.

Fjörkálfurinn Karlotta slapp ekki langt frá móður sinni. Fréttablaðið/Getty
Georg lék sér með litríkan gorm sem greinilega vakri kátínu móðurinnar. Fréttablaðið/Getty
Karlotta kúrir í mömmufangi, það er alltaf best. Fréttablaðið/Getty
Hertogaynjan er létt á fæti, hún eltist við börnin sín og ekki að sjá annað en að hún sé komin í fyrra form eftir barnsburð. Fréttablaðið/Getty
Prinsinn var áhyggjufullur á svip þegar hann ræddi við mömmu sína. Fréttablaðið/Getty
Hágrátandi leitaði hann huggunnar hjá móður sinni. Fréttablaðið/Getty
Katrín hlustaði af athygli á son sinn sem var greinilega mjög leiður, en mamma skilur allt. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ís­lendingar rasandi á Twitter eftir Kast­ljós í gær

Fólk

Litlu upp­lifanirnar gefi lífinu mesta gildið

Auglýsing

Nýjast

Vegan Jambalaya Huldu B. Waage

Á­hrifa­valdur segist ekki hafa ætlað að blekkja neinn

Sverrir klippti hnakka í Bird Box stíl

Frábærar lausnir fyrir hamingjusamt skrifstofufólk

Jonah Hill tekst á við drauga for­tíðar með jiu jitsu

Umbúðalaus matvöruverslun opnar í New York

Auglýsing