Katrín Edda Þorsteinsdóttir, vélaverkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar Markús Wasserbaech, eiga von á stúlku í desember.

Frá þessu greindi Katrín Edda í dag á Instagram í gærkvöldi. „Nú er þetta allt svo raunverulegt. Lítil stelpa væntanleg 7. desember og ég get ekki hætt að grenja,“ skrifar Katrín undir myndina af henni og Markúsi umkringd bleiku skrauti úr blöðrunni, sem var sprungin til að uppljóstra um kyn á barnsins.

Þetta er fyrsta barn þeirra beggja og leynir hamingja og tilhlökkunin sér ekki.