Katrín Edda Þorsteinsdóttir, vélaverkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar Markús Wasserbaech, eiga von sínu fyrsta barni.

Frá þessu greindi Katrín Edda í dag á Instagram með mynd af sér og eiginmanninum kyssast með sónarmynd í hendinni.

„Loksins,“ skrifar hún í byrjun færslunnar, sem snýr að því að hún hefur átt við ófrjósemi. „Þið skiljið ekki hvað er búið að vera erfitt fyrir mig að halda svona risastórum hluta af lífi mínu leyndum þar sem ég er vön að koma í story og segja frá öllu, öllu, hæðum og lægðum, en hérna var ég bara ekki tilbúin að hleypa öllum inn í partinn sem snýr að ófrjósemi.

Ég get ekki lýst því í orðum hvað ég hef hlakkað til að pósta svona mynd og tala um þetta allt og hversu mikilli byrði er af mér létt,“ skrifar Katrín og heldur áfram „tilfinningin að upplifa sig gallaðan, hugsa stanslaust um hvað maður sé að gera rangt, reyna að breyta sér, fá samviskubit yfir öllu, reyna að bæta allt og fá svo tilfinninguna að alheimurinn hafi hafnað þér og þú sért ekki hæf til að verða móðir,“ skrifar hún.

Trúði ekki eigin augum

„Allt í einu fékk ég jávætt þungunarpróf,“ segir Katrín og lýsir þeirri hræðslu sem hefur hrjáð hana frá fyrstu vikum meðgöngunnar um að „litli unginn“ muni yfirgefi hana.

„Ég er dauðdrepógeðslega stressuð að hann yfirgefi mig nú þegar ég hef sagt öllum frá. En hann hefur ekki yfirgefið mig enn. Hann er hér enn, og ég er svo þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fáum að vera saman. Ég vona svo innilega hann haldi sér enn fast í mömmu sína,“ skrifar Katrín á einlægum nótum sem er tilbúin fyrir stærsta verkefni lífs hennar.