Katrín Rut Bessadóttir, verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og Helgi Seljan, blaðamaður hjá Stundinni, gengu í hjónaband og héldu giftingarveislu í gærkvöld.

Parið hefur verið trúlofað frá árinu 2008 og eiga saman þrjú börn fædd 2007, 2010 og 2019. Helgi var kjörinn sjónvarpsmaður ársins í október í fyrra.

Katrín greindi frá hjónabandinu á Instagram-síðu sinni þar sem hún birti nokkrar skemmtilegar myndir frá kvöldinu.

Skjáskot/Instagram katabessa