Ás­laug Magnús­dóttir frum­kvöðull og stofnandi fasta­merkisins Katla fékk verð­laun fyrir störf í þágu um­hverfis­mála sem voru veitt af Guð­laugi Þór Þórðar­syni um­hverfis­ráð­herra hjá sam­tökunum Fas­hion 4 De­velop­ment í New York síðast­liðinn þriðju­dag. Samtökin voru stofnuð i samstarfi við UN General Secretary Ban Ki-moon til að vinna að markmiðum Sameinuðu þjóðanna. En meðal þeirra sem áður hafa hlotið verðlaunin eru þær Victoria Beckham og Iman.

Ás­laug var einnig gerð að góðgerðarsendiherra tísku eða Goodwill Am­bassador for Fas­hion hjá fyrr­nefndum sam­tökum.

Nánar má lesa um hátíðina á vef Women Wear Daily.

Meðal gesta á há­tíðinni var söng-og leik­konan Sofia Car­son, laga­höfundurinn Diane War­ren, öldunga­deildar­þing­maðurinn Alessandra Biaggi auk for­seta­frúa og með­limum konungs­fjöl­skyldna víðs vegar úr heiminum.

Áslaug og maðurinn hennar Sacha á Fashion 4 Development Sustainable goals banquet.
Mynd/Aðsend
Áslaug ásamt forsetafrú Cape Verde
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Guðlaugur Þór veitti verðlaunin með rafrænum hætti.
Mynd/Aðsend