Fyrr­verandi pipar­meyin Kati­e Thur­ston blæs á gagn­rýn­endur sína á sam­fé­lags­miðlinum Twitter sem gagn­rýna hana fyrir að aug­lýsa hass­köku­át sitt á miðlinum. E News! greinir frá málinu.

„Ég ligg á gólfinu í stofunni minni með á­byrgð allt í kringum mig, á meðan ég hlusta á læknandi tón­list á Spoti­fy,“ skrifar Kati­e á miðlinum. „Og hvernig hafið þið það?“

Einn á miðlinum spyr Kati­e hvort hún hafi átt við hug­leiðingar­tón­list (e. medita­tion music) en ekki „læknandi tón­list,“ (e. medi­cal music). Kati­e svarar því hlæjandi að það hafi verið raunin.

„Mér finnst þú ekki sér­lega góð fyrir­mynd fyrir unga á­horf­endur Bachelor,“ segir einn net­verjanna. Kati­e hjólar í við­komandi.

„Af því að ég er að neyta lög­legra efna, á lög­legum aldri í ríki þar sem þetta hefur verið lög­leitt?“ spyr hún til baka og lætur bros­kall fylgja.