Pipar­meyin Kati­e Thur­ston var ekki lengi að finna sér nýjan kærasta eftir að hún sleit trú­lofun sinni við Blake Moynes fyrir rúmum mánuði síðan. Nýi kærastinn er Bachelor-að­dá­endum ekki ó­kunnur því hann var einnig þátt­takandi í þátta­röð Thur­ston og heitir John Hers­hey. Hann var einn sá fyrsti sem sendur var heim.

Í er­lendri slúður­pressu segir að nýtt sam­band Kati­e hafi ekki að­eins komið að­dá­endum á ó­vart heldur einnig hennar fyrr­verandi, Blake Moynes, en hann hætti ný­verið að fylgja henni á sam­fé­lags­miðlum.

Hann hefur ekki tjáð sig opin­ber­lega um nýtt sam­band Kati­e en móðir hans hefur gert skoðun sinni skil þegar hún líkaði við at­huga­semd frá að­dá­enda sem sagði þetta ekki góða á­kvörðun hjá Kati­e.

Hér eru þau John og Katie 30. september saman á viðburði.
Fréttablaðið/Getty

Þó­nokkur Bachelor-pör hafa hætt saman á þessu ári og þá má helst nefna þau Tayshia Adams og Zac Clark sem eru hætt saman um ári eftir að þau trú­lofuðu sig. Þá hættu einnig saman Dale Moss og Clare Crawl­ey, endan­lega, eftir að hafa þó hætt og byrjað aftur saman nokkrum sinnum á árinu. Þá hættu einnig saman í byrjun árs þau Peter Weber og Kell­ey Flanagan.