Leik­konan Kat­herine Heigl opnar sig í nýrri bók Lynette Rice „How to Save a Life: The Insi­de Story of Grey's Anato­my“ um það þegar hún hætti að leika Izzi­e Ste­vens í Grey‘s Anato­my, nokkuð skyndi­lega, árið 2010.

„Ég stofnaði fjöl­skyldu og það breytti öllu,“ segir hún í bókinni og að það hafi breytt löngun hennar í að vera í fullu starfi.

„Ég fór í fæðingar­or­lof… og fékk að vera bara mamma, og breytti sýn minni… það var stundin sem breytti öllu,“ er haft eftir Heigl.

Í við­talinu segir Heigl að hún hafi rætt sjálf við Shondu R­himes, höfund þáttanna og aðal­hand­rits­höfundur þáttanna, um að hún hafi viljað hætta.

„Ég beið eftir svari um að það væri í lagi að ég hætti. Orð­rómarnir um að ég hafi ekki viljað koma aftur eru al­ger­lega ó­sannir,“ segir hún í við­talinu.

Hún segir að Shonda hafi viljað finna leið fyrir hana til að sinna þættinum og fjöl­skyldu­lífinu en að ekki hafi tekist að finna leið sem hentaði til þess.

„Það var ekki sann­gjarnt gagn­vart þeim eða þættinum að biðja þau að beygja sig að mínum þörfum,“ segir Heigl.

Alls ekki vanþakklát

Hún fer yfir um­fjöllun um brott­för henni í við­talinu líka en það má segja að að­dá­endur þáttanna hafi margir ekki verið sáttir við á­kvörðunina. Heigl segir í við­talinu að það hafi verið, að hluta, henni sjálfri að kenna hvernig um­fjöllunin hafi verið og hvernig al­menningur skildi brott­hvarfið.

„Það sem truflar mig mest er þetta með „van­þakk­lætið“. Og það er mér að kenna,“ segir hún.

„Ég leyfði þeim að skynja mig þannig. Svo mikið af því að lifa lífinu, fyrir mér, er um hóg­værð og þakk­læti. Og ég hef reynt mjög mikið að til­einka mér þessa eigin­leika og vera þessi manneskja, og ég er svo von­svikin með sjálfa mig að ég var ekki þannig þarna,“ sagði Heigl og bætti við:

„Auð­vitað er ég þakk­lát. Hvernig gæti ég ekki verið það?“

Fjallað er um við­talið á vef E! On­line þar sem einnig er hægt að lesa kafla úr bókinni.