Óskars­verð­launa­hafin Kate Win­s­let seldi á dögunum tæp­lega sex milljón dollara þak­í­búð sína í Chelsea í New York. Um er að ræða fimm her­bergja, 280 fer­metra íbúð með flenni­stóru úti­svæði.

Leik­konan hafði upp­haf­lega aug­lýst í­búðina til leigu fyrir litla 30 þúsund dollara, eða 3,7 milljónir ís­lenskra króna, á mánuði en virðist ekki hafa fundið leigjanda.

Útisvæðið er ekki amalegt.
Mynd/Douglas Elliman

Í í­búðinni eru fjögur svefn­her­bergi og þrjú og hálft bað­her­bergi. Hátt er til loft í allri í­búðinni og í stofunni er arin sem mun ef­laust vekja mikla lukku.

Það sem vekur ef­laust mesta at­hygli eru tæp­lega 160 fer­metra stórar svalir með frá­bæru út­sýni.

Win­s­let festi kaup á í­búðinni með fyrrum eigin­manni sínum, leik­stjóranum Sam Mendes, árið 2004. Kaup­verðið voru á þeim tíma 620 milljónir en leik­konan keypti hlut eigin­manns síns fyrr­verandi árið 2012.

Það er eflaust hægt að halda gott partí á þessum svölum.
Mynd/Douglas Elliman
Stílhreinn stíll einkennir íbúðina.
Mynd/Douglas Elliman
Svefnherbergisglugginn er mikið augnayndi.
Mynd/Douglas Elliman
Hátt er til lofts í allri íbúðinni.
Mynd/Douglas Elliman
Mynd/Douglas Elliman
Opið er inn í eldhúsið.
Mynd/Douglas Elliman
Leikkonan er einkar bókelsk líkt og sést á bókahillunum.
Mynd/Douglas Elliman