Kate Middelton, hertogaynja af Cambridge og eiginkona Vilhjálms Bretaprins, lét sparikjól og hælaskó ekki stöðva sig frá því að sýna góða fótboltatakta í opinberri heimsókn í Cambridgeshire í Bretlandi á dögunum.

Kate var í heimsókn með Vilhjálmi og virðist hún hafa notið sín vel af myndum að dæma.

Þetta virðist ekki vera í fyrsta skipti sem Kate meðhöndlar fótbolta en það fylgdi þó ekki sögunni hvar boltinn endaði.

Kate heilsaði ungum herramönnum áður en hún sýndi taktana.
Fréttablaðið/Getty Images
Þetta virðist ekki vera fyrsta boltasparkið hjá Kate.
Fréttablaðið/Getty Images
Alvöru taktar.
Fréttablaðið/Getty Images
Kate virtist ánægð með afraksturinn en ekki fylgdi sögunni hvort hún hefði hitt í mark eða ekki.
Fréttablaðið/Getty Images
Vilhjálmur tók einnig skot.
Fréttablaðið/Getty Images