Her­toga­ynjan Kate Midd­let­on er sögð vera afar á­hyggju­full yfir líðan Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins vegna yfir­standandi erjum þeirra við bresku götu­blöðin, að því er fram kemur í um­fjöllun US We­ekly.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær virðist parið nú í­huga að hætta störfum sínum fyrir bresku konungs­fjöl­skyldunni, Elísa­betu Bret­lands­drottningu til mikillar ar­mæðu. Sam­bandið þeirra á milli sagt afar storma­samt og parið að svipast um eftir nýjum hlutum í Banda­ríkjunum.

Heimildar­maður US We­ekly segir að her­toga­ynjan Kate sé afar á­hyggju­full yfir stöðunni og þoli ekki að sjá hersu illa parinu líður um þessar mundir. „Kate hefur á­hyggjur af vel­líðan Harry og Meg­han en hún vill þrátt fyrir það halda sig utan dramatíkunnar.“

Þá er Kate sögð vona að hlutirnir muni reddast og að parið muni ekki á­kveða að segja skilið við konungs­fjöl­skylduna. „Kate vonar að Meg­han og Harry muni grafa stríðs­öxina. Henni finnst lífið of stutt til að eignast ó­vini, sér­stak­lega innan fjöl­skyldunnar. Hún er stóísk að þessu leytinu,“ segir heimildar­maðurinn.

Svo virðist vera sem að á­standið innan konungs­fjöl­skyldunnar um þessar mundir sé afar brot­hætt ef marka má er­lenda slúður­miðla. Parið er nú í sex vikna fríi í Banda­ríkjunum og er full­yrt að parið sé nú að í­huga næstu skref og hvort leiðir muni skilja við bresku konungs­fjöl­skylduna og þeim skyldum sem henni fylgja.