Hertogaynjan Kate Middleton er sögð vera afar áhyggjufull yfir líðan Meghan Markle og Harry Bretaprins vegna yfirstandandi erjum þeirra við bresku götublöðin, að því er fram kemur í umfjöllun US Weekly.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær virðist parið nú íhuga að hætta störfum sínum fyrir bresku konungsfjölskyldunni, Elísabetu Bretlandsdrottningu til mikillar armæðu. Sambandið þeirra á milli sagt afar stormasamt og parið að svipast um eftir nýjum hlutum í Bandaríkjunum.
Heimildarmaður US Weekly segir að hertogaynjan Kate sé afar áhyggjufull yfir stöðunni og þoli ekki að sjá hersu illa parinu líður um þessar mundir. „Kate hefur áhyggjur af vellíðan Harry og Meghan en hún vill þrátt fyrir það halda sig utan dramatíkunnar.“
Þá er Kate sögð vona að hlutirnir muni reddast og að parið muni ekki ákveða að segja skilið við konungsfjölskylduna. „Kate vonar að Meghan og Harry muni grafa stríðsöxina. Henni finnst lífið of stutt til að eignast óvini, sérstaklega innan fjölskyldunnar. Hún er stóísk að þessu leytinu,“ segir heimildarmaðurinn.
Svo virðist vera sem að ástandið innan konungsfjölskyldunnar um þessar mundir sé afar brothætt ef marka má erlenda slúðurmiðla. Parið er nú í sex vikna fríi í Bandaríkjunum og er fullyrt að parið sé nú að íhuga næstu skref og hvort leiðir muni skilja við bresku konungsfjölskylduna og þeim skyldum sem henni fylgja.