Meghan Markle „finnst að markið hafi verið sett afar hátt“ af svilkonu sinni, Kate Middleton samkvæmt heimildarmanni Us Weekly.

Meghan sem er 38 ára og einu ári eldri en Kate, er fædd og uppalin í Kaliforníu en flutti til Bretlands til þess að giftast Harry Bretaprins og eru eiginkonurnar ítrekað bornar saman af fjölmiðlum en Kate Middleton er bresk í húð og hár.

„Meghan er á vissan hátt einangruð í Bretlandi og er sífellt viðfangsefni illskeyttra breskra fjölmiðla. Hún er bundin í báða skó og getur ekki varið sig, þetta hefur verið mjög erfitt,“ segir heimildarmaðurinn.

Kate Middleton hefur tekist að sinna hertogaynjuhlutverkinu óaðfinnanlega.
Mynd/Skjáskot

„Þetta eru ólíkar konur með ólík hlutverk með ólíkan bakgrunn,“ segir Paul Burrell, fyrrum bryti Díönu prinsessu heitinnar við Us. „Kate veit að Meghan er engin ógn og Meghan er nógu þroskuð til að sjá að hennar hlutverk er í eðli sínu mjög ólíkt hlutverki Kate.“

„Ég efast ekki um að Meghan er engin „já“ manneskja,“ segir Burrell. „Hún fer ekki í laungötur með skoðanir sínar og segir hvað henni finnst líkt og Bandarískum konum sæmir í dag.“

En samkvæmt heimildarmanni úr Kensington höllinni munu Meghan og Kate eyða sífellt meiri tíma saman og segir hann „þær hafa orðið enn nánari en áður.“