Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge og eiginkona Vilhjálms Bretaprins, fagnar fjörutíu ára afmæli í dag.

Í tilefni dagsins hafa nokkrar nýjar myndir verið birtar af hertogaynjunni sem teknar voru af tískuljósmyndaranum Paolo Roversi.

BBC greinir frá.

Á myndunum er Kate í kjólum eftir fræga hönnuðinn Alexander McQueen, en þær voru teknar í nóvember síðastliðinn.

Myndirnar verða sýndar á þremur mismunandi stöðum á þessu ári, þar sem Kate hefur búið í gegnum tíðina. Myndirnar verða síðan geymdar á safninu National Portrait Gallery sem er staðsett í London, Englandi.