Her­toga­ynjan Kate Midd­let­on kveðst ekki geta beðið eftir að hitta nýjasta með­lim konungs­fjöl­skyldunnar, dóttur þeirra Harry og Meg­han Mark­le, Lili­bet Díönu.

Kate var spurð út í Lili­bet litlu í heim­sókn í grunn­skóla í morgun. „Ég óska henni alls hins besta og get ekki beðið eftir að hitta hana,“ sagði Kate. „Við höfum ekki hitt hana enn­þá en vonandi gerist það bráðum.“

Lili­bet kom í heiminn síðast­liðinn föstu­dag á sjúkra­húsi í Santa Barböru í Kali­forníu í Banda­ríkjunum. Bæði móð­­­­ur og barn­­­­i heils­­­­ast vel að því er sagði í til­­­­­kynn­­­­ing­­­­u frá hjón­­­­un­­­­um.

Nafnið Lili­beth er feng­­­ið frá Elís­­­a­b­­et­­­u Bret­­­a­­­­drottn­­­ing­­­u, lang­­­ömm­­­u stúlk­­­unn­­­ar, en drottn­­­ing­­­in var köll­­­uð Lili­beth í æsku. Síð­­ar­­a nafn­­ið er feng­­ið frá móð­­ur Harr­­y, Dí­­ön­­u prins­­ess­­u, sem lést árið 1997.