Hin 47 ára gamla Kate Beckinsale arkaði niður tröppur í litlum klæðum í nýjustu Instagram færslunni sinni sem leikkonan birti í gær og vakið hefur mikla athygli.
Þar er hún sæt og seyðandi en ljóst er að myndbandið er frá fordæmameiri tímum, en það er tekið upp áður en heimsfaraldur COVID-19 gekk í garð. Í færslunni segir hún það tekið upp fyrir nákvæmlega ári og sendir hún kveðjur til aðdáenda.
„Hangið inni allir!“ skrifar hún. Beckinsale vakti heimsathygli í fyrra þegar hún eyddi Instagram aðgangnum sínum og öllu því efni sem þar var að finna.
Eyddi hún aðgangnum eftir að netverjar gerðu grín að leikkonunni fyrir rómantíkina á milli hennar og 27 ára gamla leikarans og grínistans Pete Davidson vegna aldursmunarins. Þau hættu svo að stinga saman nefjum í apríl síðastliðnum.