Leik­konan Kate Beckingsa­le segist líta „ná­kvæm­lega eins út“ og Ryan Reynolds. Hún segist viss um að hann sé tví­fari sinn og segist stundum ruglast þegar hún sér myndir af honum.

„Ég er ná­kvæm­lega eins og Ryan Reynolds. Alveg á ó­trú­legan hátt,“ sagði Beckingsa­le í skemmti­legu við­tali hjá Jimmy Fall­on í gær.

Ryan Reynolds hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingar Beckingsale.
Getty

Hún bætti því við að þurfa að hugsa sig tvisvar um þegar hún sér myndir af honum á aug­lýsinga­skiltum, því hún sé hreint ekki viss hvort um sé að ræða ljós­mynd af henni sjálfri eða fé­laga sínum Reynolds.

Í við­talinu ræddi Beckingsa­le einnig sögu­sagnir um að vera með gervi­fót, en þær komust á kreik eftir að hún birti mynd­band af sjálfri sér teygja í ræktinni. Hún er vægast sagt liðug og því kemur það lítið á ó­vart að slúður­blöðin hafi séð sér leik á borði og velt mögu­leikanum upp á að leik­konan sé ein­fætt.